Marta Guðrún í nýja stöðu hjá ORF Líftækni

Marta Guðrún Blöndal.
Marta Guðrún Blöndal. Ljósmynd/Aðsend

Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá ORF Líftækni og mun hún koma inn í framkvæmdastjórn fyrirtækisins.

Um nýja stöðu er að ræða þar sem Marta mun leiða þróun framtíðarsóknarfæra fyrirtækisins auk ábyrgðar á lagalegum viðfangsefnum og gæðamálum, að því er segir í tilkynningu.

Marta hefur starfað sem yfirlögfræðingur ORF Líftækni frá árinu 2018. Hún var áður aðstoðarframkvæmdastjóri og lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Samhliða störfum fyrir ráðið hélt Marta utan um starfsemi Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands sem framkvæmdastjóri dómsins.

Marta hefur yfirgripsmikla þekkingu á íslensku atvinnulífi, lagaumhverfi fyrirtækja hér landi og stjórnarháttum. Hún stýrði meðal annars útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja og sat í samráðshópi útgáfuaðila stjórnarháttaleiðbeininga í Evrópu og á Norðurlöndunum.

Marta er einnig reyndur stjórnarmaður og situr nú í stjórnum Vátryggingafélags Íslands, Olíudreifingar og Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands.

Marta lauk meistaranámi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2013 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK