Kaupa hlut Hannesar í Lind

Gunnar Sverrir Harðarsson, Hannes Steindórsson og Þórarinn Arnar Sævarsson.
Gunnar Sverrir Harðarsson, Hannes Steindórsson og Þórarinn Arnar Sævarsson. Samsett mynd

Fjárfestingafélagið IREF ehf., sem er í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, hefur keypt hlut Hannesar Steindórssonar fasteignasala í fasteignasölunni Lind.

Viðskiptablaðið greindi fyrst frá kaupunum. Hannes stofnaði fasteignasöluna Lind árið 2015 og fór með 40% eignarhald í félaginu.

Sjá sameiningu ekki fyrir sér

Aðspurður í samtali við mbl.is segir Gunnar þá ekki sjá fyrir sér að sameina félögin. Þá hafa þeir áður átt hlut í fyrirtækinu er haft eftir honum.

Jafnframt er greint frá því að Hannes muni halda áfram að starfa á fasteignasölunni sem fasteignasali.

Ársreikningur Lindar fasteignasölu fyrir rekstrarárið 2021 er aðgengilegur hjá Fyrirtækjaskrá. Hagnaðist fasteignasalan um 42 milljónir króna það árið, en árið 2020 nam hagnaður 28 milljónum króna.

Fjárfestingafélag Gunnars og Þórarins, IREF ehf., hagnaðist um 452 milljónir árið 2022 og 1,8 milljarða árið 2021. Eignir fé­lagsins voru bók­færðar á 5,3 milljarða króna í árs­lok 2022 en árið áður 3,7 milljarða árið áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK