Rafrænar beiðnir í stað pappírsbeiðna

Höfuðstöðvar Símans.
Höfuðstöðvar Símans. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síminn hefur hannað rafæna lausn sem leysir pappírsbeiðnabækur af hólmi.

Ólafur Fannar Heimisson, sölustjóri hjá Síminn Pay, segir í samtali við Morgunblaðið að í stað notkunar beiðnabóka og pappírs komi útgáfa af rafrænum beiðnum í Síminn Pay-appið.

„Við erum að auðkenna úttektir starfsmanna fyrir hönd fyrirtækis, svo að reikningar eða úttektir skili sér rétt inn í bókhaldið,“ segir Ólafur. Appið sé aðgengilegt öllum, óháð því hvar viðkomandi séu með síma- og bankaviðskipti.

Tryggja rekjanleika

Hann segir að í appinu sé haldið utan um auðkenningu starfsmanna bæði gagnvart útgáfu- og söluaðila og þannig sé tryggt að viðkomandi starfsmaður hafi umboð til að taka út vörur og þjónustu í nafni vinnuveitanda síns. Í þessu rafræna umhverfi sé því rekjanleiki tryggður. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK