Gagnrýnir verklag við umsýslu Lindarhvols

Sigurður Þórðarson var settur ríkisendurskoðandi í málinu.
Sigurður Þórðarson var settur ríkisendurskoðandi í málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skýrsla Sigurðar Þórðarsonar, fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda, um eftirlit með samningi fjármálaráðherra og Lindarhvols, leit dagsins ljós í kjölfar þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir birti hana á vef Pírata.

Störf ekki nægilega aðskilin

Meðal þess sem fram kom í skýrslunni var gagnrýni ríkisendurskoðanda á stjórnarhætti Lindarhvols og að hæstaréttarlögmanninum Steinari Þ. Guðgeirssyni hafi verið falið daglega framkvæmdastjórn og lögfræðilega ráðgjöf fyrir félagið en að auki hafi hann verið skipaður í stjórn félaga á vegum Lindarhvols ehf. og sinnti öðrum viðfangsefnum hjá fjármálaráðuneytinu og Seðlabanka Íslands. Því hafi þessi skipan ekki tekið nægjanlegt tillit til krafna um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eftirlits sem ætti að vera til staðar, segir í skýrslunni. 

Gagnrýnir stjórnskipulag

Settur ríkisendurskoðandi gagnrýndi stjórnskipulag Lindarhvols ehf. en hann sagði allt bókhald, daglegur rekstur og lögfræðileg málefni hafi verið útvistuð af hálfu félagsins. Þá hafði stjórn félagsins undirritað verksamning við hæstaréttarlögmanninn Steinar Þ. Guðgeirsson fyrir hönd Lögmannsstofunnar Íslög ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs. Þá bendir hann á að enginn starfsmaður hafi starfað hjá Lindarhvoli. 

Minna regluverk heppilegra

Meðal gagnrýni sem kom fram var að umfang regluverksins um Lindarhvol hefði frekar átt að vera minna. Það hefði að auki átt að vera sniðið að starfsemi Lindarhvols sem hefði gert það auðveldara að framfylgja og hafa eftirlit með því. 

Samskipti ollu erfiðleikum í að ljúka verkefninu

Settur ríkisendurskoðandi segir samskipti sín og stjórnar og ráðgjafa Lindarhvols ehf. hafi valdið honum erfiðleikum að ljúka verkefninu. Sem settur ríkisendurskoðandi bar honum að hafa eftirlit með framkvæmd samnings fjármálaráðherra og Lindarhvols ehf. um sölu á ríkiseignum en auk þess að endurskoða ársreikning Lindarhvols ehf.

Fram kemur að í flestum málum hafi ekki tekist að afla þeirra frumgagna sem er hin faglega krafa endurskoðanda til að leggja mat á einstök mál.

Skjalavarsla um stöðugleikaeignirnar fór fram hjá Lögmannsstofunni Íslög og þegar ríkisendurskoðandi óskaði eftir upplýsingum til að hafa eftirlit með samningnum í fyrstu fengust upplýsingarnar frá Lindarhvoli fljótt og voru svörin vel unnin.

Svo þegar óskað var eftir frekari upplýsingum við vinnu á einstökum mál svaraði Lindarhvoll ehf. því með því að spyrja hvers vegna óskað væri eftir frekari upplýsingum, fyrirspurnir voru óskýrar og jafnvel byggðar á misskilningi.

Ríkisendurskoðandi segir í skýrslunni að í samskiptunum hafi komið fram sjónarmið stjórnar Lindarhvols skýrt fram að verkefni Ríkisendurskoðunar væru einungis fjárhagsendurskoðun á starfsemi félagsins en ekki eftirlit með framkvæmd samnings milli fjármálaráðherra og Lindarhvols ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka