Segir Ísland alls ekki uppselt

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddi við mbl.is um …
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræddi við mbl.is um gosið. Samsett mynd

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), telur að áhrif gossins við Litla-Hrút á ferðaþjónustuna verði svipuð og þau áhrif sem síðustu gos höfðu. Vill hann meina að Ísland sé alls ekki uppselt og enn sé nóg til af gistirýmum.

„Þetta er auðvitað eftirsóknarverður staður að ferðast til og skoða, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Það sem skipti mestu máli núna er að fólk fari eftir tilmælum almannavarna á svæðinu,“ segir Jóhannes í samtali við mbl.is. Bætir hann við að SAF hafi komið tilmælum um það til félagsmanna sinna um helgina.

„Það verður mikill áhugi fyrir þessu. Það er hins vegar aðeins erfiðara að komast á þennan stað en hina. Það er ekki alltaf svo þægilegt að það gjósi bara við göngustíg.“

Þeir sem vilja koma koma“

Fólk í ferðaþjónustu vill margt meina að nú sé hápunktur á ferðaþjónustuvertíðinni. Því sé erfitt að finna gistipláss hér á landi. Jóhannes segir að þó að hótelherbergi séu af skornum skammti á þessum tíma sé þó enn hægt að finna hótelherbergi, ef viljinn er fyrir hendi.

„Það er kannski ekki mjög mikil afkastageta eftir á suðvesturhorninu og suður eftir en við sjáum það samt að það er enn hægt að fá hótelherbergi í Reykjavík. Það er alveg líka hægt að fá herbergi á Reykjanesi og Suðurlandi – kannski erfiðara með stuttum fyrirvara og fyrir stærri hópa en ég hef nú ekki stórar áhyggjur af þessu. Þeir sem vilja koma, koma.“

Þannig þú myndir ekki segja að Ísland væri uppselt?

„Nei, alls ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK