Flest hótel Íslandshótela komin með Green Key vottun

Reykjavík Saga hótel við Lækjargötu er eitt af hótelum Íslandshótela …
Reykjavík Saga hótel við Lækjargötu er eitt af hótelum Íslandshótela í Reykjavík.

Öll sjö hótel Íslandshótela í Reykjavík hafa nú hlotið umhverfisvottun frá Green Key, sem er alþjóðlega viðurkennt vottunarkerfi í ferðaþjónustu. Þá hafa sex hótel fyrirtækisins á landsbyggðinni hlotið vottun en stefnt er að því að síðustu fjögur hótel Íslandshótela verði komin með vottunina á haustmánuðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandshótelum. Þar kemur fram að hótel sem fá slíka vottun hafa þurft að uppfylla strangar umhverfiskröfur varðandi starfsemi sína og fræðslu bæði gagnvart umhverfinu og samfélaginu öllu. Þannig er lögð áhersla á sjálfbærni, minnkandi umhverfisáhrif og minni rekstrarkostnað. Vottunarkerfið er í notkun í yfir 60 löndum.

„Markmið okkar er skýrt, við ætlum okkur að vera leiðandi á sviði sjálfbærni og verða fyrsta umhverfisvottaða hótelkeðjan á Íslandi,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í tilkynningunni.

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela.
Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK