Íslensk fyrirtæki funda í franska þinginu

Fundurinn fer fram í franska þinginu.
Fundurinn fer fram í franska þinginu. AFP

Sex íslensk upplýsingatæknifyrirtæki taka þátt í ráðstefnu í franska þinginu 29. september nk. Markmiðið er að leiða saman opinbera aðila frá Frakklandi og Íslandi og fyrirtæki frá löndunum tveimur sem sérhæfa sig í hugbúnaðarlausnum fyrir opinbera geirann.

Patrick Sigurðsson varaformaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins (FRÍS).
Patrick Sigurðsson varaformaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins (FRÍS).

Patrick Sigurðsson varaformaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins (FRÍS) segir Frakka vilja læra af Íslendingum. Við séu komin mun lengra en Frakkar í stafvæðingu opinberrar þjónustu. Patrick vonast til að viðskiptasambönd verði til milli íslenskra og franskra fyrirtækja á fundinum.

Auk franskra fyrirtækja verða þingmenn og ráðherrar viðstaddir fundinn og ýmsir aðrir úr stjórnkerfinu. Mikill áhugi sé á málinu. Unnur Orradottir Ramette sendiherra tekur einnig til máls. Íslensku fyrirtækin eru Origo, Aranja, Andes, Júní, Hugsmiðjan og Norda. Auk þess mun fulltrúi Stafræns Íslands taka þátt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK