Heimkaup færa sig út á land með Dropp

Gréta María og Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp.
Gréta María og Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp. Ljósmynd/Birgir Ísleifur

Samningur hefur verið undirritaður milli Heimkaupa og Dropp sem mun senda vörur Heimkaupa til viðskiptavina um allt land.

Sendingaþjónusta Dropp er með 90 afhendingarstaði hringinn í kringum landið og opnar þetta því möguleika fyrir fólk um allt land að versla beint við Heimkaup og fá afhent samdægurs eða næsta virka dag eftir því hvar á landinu fólk er. 

Út október verður frítt að fá sent frá Heimkaup í gegnum Dropp en eftir það kostar hefðbundin sending 790 krónur, að því er segir í tilkynningu.

„Við hjá Heimkaupum leggjum ofur áherslu á að létta fólkið lífið með því að gera innkaupin þægileg og skemmtileg hvort sem fólk býr í Hafnafirði, á Höfn eða á Húsavík. Það er því einstaklega ánægjulegt að hefja þetta samstarf með Dropp sem gerir miklu fleirum kleift að versla hjá okkur á Heimkaup.is og fá afhent ekki seinna en næsta virka dag,” segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa, í tilkynningunni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK