Hagnaður rekstrarfélaga Skel tæpir 1,6 milljarðar

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel fjárfestingafélags.
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skel fjárfestingafélags.

Afkoma rekstrafélaga í meirhluta eigu Skel var góð á þriðja ársfjórðungi. Samanlögð EBITDA félaganna var 1.594 milljarðar króna eða 12% yfir áætlun. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu frá Skel.

Afkoma Skel byggir annars vegar á rekstrafélögum sem eru á neytendamarkaði og hins vegar innviði og félög á fyrirtækjamarkaði. Helstu fréttir af félögum sem eru í eignasafni Skel er að Ásmundur Tryggvason var ráðinn forstjóri Styrkás, samstæðu þjónustufyrirtækja við íslenskt atvinnulíf.

Styrkás er móðurfélag Skeljungs og Kletts. Ásmundur mun leiða samstæðuna og vinna að vexti í samstarfi við aðra stjórnendur með það fyrir augum að víkka og efla þjónustu við atvinnulífið á ýmsum sviðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK