Einar Örn ráðinn markaðsstjóri Advania

Einar Örn Sigurdórsson.
Einar Örn Sigurdórsson. Ljósmynd/Aðsend

Einar Örn Sigurdórsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Advania. 

Einar Örn mun leiða markaðsmál hjá Advania en hann hefur síðustu ár starfað sem ráðgjafi og hugmyndaleiðtogi í markaðssetningar- og mörkunarverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og á Íslandi. Má þar nefna herferðir fyrir Ford Motor Co og Lincoln Motors auk hluta af þróunarverkefninu Cool Japan sem yfirvöld í Japan og Okinawa lögðu upp með til að kynna Japan og japanskar vörur á erlendum mörkuðum.

Einar starfaði áður um árabil sem leiðtogi hugmynda og hönnunar á Íslensku auglýsingastofunni eftir að hann sneri heim eftir rúman áratug í starfi og námi í Boston og New York. Einar er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi í Markaðsboðskiptafræði við Emerson College í Boston, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Einar Örn tekur við starfi markaðsstjóra af Auði Ingu Einarsdóttur sem nýverið tók við starfi framkvæmdastjóra innviðalausna hjá Advania. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK