Allt að 7.000 milljarða skuld og greiðslustöðvun

Virði hlutabréfa í WeWork hafa fallið um 99% á þessu …
Virði hlutabréfa í WeWork hafa fallið um 99% á þessu ári en fjárfestar höfðu verðmetið fyrirtækið á um 47 milljarða dollara árið 2019. AFP/Stan Honda

WeWork Inc. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum og greiðslustöðvun undir 11. kafla bandarísku gjaldþrotalaganna.

Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og starfar á yfir 700 stöðum um allan heim. Fyrirtækið útvegar vinnusvæði fyrir fólk, allt frá einyrkjum og til starfsfólks sumra af stærstu fyrirtækjum heims. Um 730 þúsund manns hafa nýtt sér þjónustu fyrirtækisins.

Hugmyndafræðin snýr ekki síst að því að fólk geti átt færanlegan vinnustað út um allan heim.

Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og starfar á yfir 700 …
Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og starfar á yfir 700 stöðum um allan heim. Fyrirtækið útvegar vinnusvæði fyrir fólk, allt frá einyrkjum og til stærstu starfsfólks sumra af stærstu fyrirtækjum heims. Um 730 þúsund manns hafa nýtt sér þjónustu fyrirtækisins. AFP/Patrick T. Fallon

Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif

Í lok síðasta árs hafði WeWork yfir að ráða um fjórum milljónum fermetra af vinnusvæði en þar af voru tæpar tvær milljónir fermetra í Bandaríkjunum og Kanada.

Meðal annars fór heimsfaraldurinn mjög illa með starfsemi WeWork.

Skuldir fyrirtækisins nema á bilinu 10 milljörðum til 50 milljarða dollara eða sem jafngildir um 1.400 milljörðum til 7 þúsund milljarða króna samkvæmt beiðni þess um gjaldþrotaskiptin.

Virði hlutabréfa fallið um 99% 

Gjaldþrotaskiptabeiðnin hefur ekki áhrif á starfsemi WeWork utan Norður-Ameríku.

Virði hlutabréfa í WeWork hefur fallið um 99% á þessu ári en fjárfestar höfðu verðmetið fyrirtækið á um 47 milljarða dollara árið 2019.

Stór hluthafi WeWork, japanska tæknifyrirtækið SoftBank, hefur dælt tugum milljarða dollara inn í fyrirtækið á meðan tap þess jókst stöðugt. 

Adam Neumann, einn stofnenda WeWork, segist telja að með réttri áætlanagerð muni takast að endurskipuleggja reksturinn þannig að WeWork geti risið úr öskustónni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK