Borgin hyggst ræða við ÞG Verk

Lóðin er á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar.
Lóðin er á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar. Ljósmynd/Sigurður Ólafur Sigurðsson

Reykjavíkurborg hyggst ræða við verktakafyrirtækið ÞG Verk um hvort það vilji ganga frá kaupum á byggingarlóðinni Nauthólsvegur 79. Fulltrúi borgarinnar staðfesti þetta en Morgunblaðið hefur fjallað um umrædda lóð.

Borgin bauð hana upp síðastliðið sumar og rann útboðsfrestur út 29. júní. Félagið Skientia bauð hæst í lóðina eða 751 milljón króna. Næst kom félagið ÞG Asparskógar, dótturfélag ÞG Verks, sem bauð 665 milljónir króna.

Reir var með þriðja hæsta boðið eða 419 milljónir króna og félagið B28 Fasteignir ehf. í fjórða sæti með 315,12 milljónir króna. Loks var félagið Svörtu hamrar ehf. í fimmta sæti en það bauð 217 milljónir og 103 krónur í lóðina.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK