Vilja yfirtaka Marel

Marel mun halda markaðsaðilum tímanlega upplýstum um gang mála í …
Marel mun halda markaðsaðilum tímanlega upplýstum um gang mála í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningunni. mbl.is/Hjörtur

Marel hefur borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu.

Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til kauphallarinnar sem birtist klukkan fjögur í nótt. 

Þar segir að í viljayfirlýsingunni komi skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu. Verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum.

Ekki víst að yfirlýsingin leiði til formlegs tilboðs

Þá fylgdi viljayfirlýsingunni óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna.

Marel mun fara yfir og meta framangreinda óskuldbindandi viljayfirlýsingu af kostgæfni með hliðsjón af langtímahagsmunum félagsins og allra hluthafa þess. Ekki liggur fyrir nein vissa um hvort umrædd yfirlýsing muni leiða til formlegs skuldbindandi yfirtökutilboðs, eða skilmála þess,“ segir í tilkynningunni.

Marel kveðst munu halda markaðsaðilum tímanlega upplýstum um gang mála „í samræmi við lögbundna upplýsingaskyldu félagsins“.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK