Alvotech tapaði 39 milljörðum

Tekjur Alvotech jukust á tímabilinu.
Tekjur Alvotech jukust á tímabilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tap lyfjafyrirtækisins Alvotech á fyrstu níu mánuðum ársins nam rúmum 275 milljónum bandaríkjadala, tæpum þrjátíu og níu milljörðum króna, samanborið við rúmlega 193 milljóna dala tap, eða 27 milljarða króna, á sama tímabili í fyrra.

Eignir Alvotech í lok tímabilsins námu 959 milljónum dala eða tæpum 135 milljörðum króna.  Á sama tíma í fyrra voru eignirnar rúmlega 828 milljónir dala eða rúmlega 116 milljarðar króna sem er 16% aukning.

Eigið fé Alvotevh er núna 661 milljón dalir samanborið við 564 milljónir dala á sama tíma í fyrra.

Eiginfjárhlutfall félagsins er 69%.

Eins og fram kemur í tilkynningu félagsins jukust heildar sölutekjur fyrstu níu mánuði ársins í 29,8 milljónir dollara, samanborið við 11,1 milljón dollara á sama tímabili í fyrra.

Tekjurnar voru vegna sölu á AVT02 í Evrópu og í Kanada.

Fagna markaðsforskoti

„Við höldum áfram að fagna markaðsforskoti AVT04, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni við Stelara. Lyfið var fyrsta ustekinumab hliðstæðan sem hlaut markaðsleyfi í Japan og Kanada og sú fyrsta sem Lyfjastofnun Evrópu mælir með að verði veitt markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu.  Við hlökkum til að vera bráðum með tvö lyf á markaði. Þá náðum við mikilvægum áfanga með samkomulagi um þróun og framleiðslu AVT23, hliðstæðu við Xolair, en klínískar rannsóknir á sjúklingum með lyfið eru þegar hafnar,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech í tilkynningunni. „Verði jákvæð niðurstaða af úttekt FDA á framleiðsluaðstöðu okkar á Íslandi, sem gert er ráð fyrir að fari fram í janúar 2024, ætti markaðsleyfi fyrir AVT02 í Bandaríkjunum að geta verið í höfn fyrir lok febrúar. AVT02 gæti þá orðið fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan við Humira í Bandaríkjunum í háum styrkleika sem er með útskiptileika.  Jákvæð niðurstaða úttektarinnar ætti einnig að geta leitt til markaðsleyfis fyrir AVT04 í Bandaríkjunum í lok apríl, töluvert áður en sala lyfsins getur hafist, sem er í febrúar 2025.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK