Skila 200 milljónum til bæjarbúa

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun tilkynnti í sumar um 11,7% hækkun fasteignamats á næsta ári á landinu sem tekur gildi þann 31. desember næstkomandi. Hækkunin verður mismikil á milli sveitarfélaga og eftir tegund húsnæðis. Fasteignamati er ætlað að endurspegla markaðsvirði allra fasteigna á landinu.

Hærra fasteignamat leiðir til hærri fasteignagjalda fyrir eigendur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis, nema sveitarfélög ákveði að lækka álagningarhlutfall sitt til að koma til móts við fasteignaeigendur þegar fasteignamat hækkar. Ef álagningarhlutfall er óbreytt á milli ára þýðir það að hækkun fasteignaskatta fylgi breytingum á fasteignamati hlutfallslega.

Lækka vegna fasteignamatsins

Sveitarfélögin ákveða hvert fyrir sig álagningarhlutfallið á hverju ári og bæjaryfirvöld í Kópavogi og Hafnarfirði tilkynntu nýlega að álagning þeirra á íbúðar- og atvinnuhúsnæði muni lækka á næsta ári til þess að íbúar og fyrirtæki þurfi ekki að sæta hærri álögum vegna fasteignamatsins.

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að sveitarfélagið muni lækka álagningarprósentu til að koma til móts við hækkun fasteignamats.

„Við erum að skila góðum rekstri í formi lægri álaga. Kópavogsbær ætlar að lækka fasteignaskatta og önnur fasteignagjöld. Tekið saman er sveitarfélagið að skila 200 milljónum króna í formi skattalækkana til bæjarbúa,“ segir Ásdís.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK