Yfirtökutilboð Norvik í Bergs Timber samþykkt

Norvik er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar. Fyrirtæki sem Norvik …
Norvik er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar. Fyrirtæki sem Norvik á hlut í eru til að mynda Byko, Kaldalón og Heimkaup. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Búið er að samþykkja yfirtökutilboð íslenska eignarhaldsfélagsins Norvik í sænsku samstæðuna Bergs Timber. Viðskiptin ganga í gegn með uppgjöri á morgun. 

Norvik átti fyrir 58,7% hlutafjár í Bergs og beindist yfirtökutilboðið því að 41,3% hlut í félaginu. Eigendur að 36,7% hlut í Bergs samþykktu tilboð Norvik og hafa eigendur að hinna 4,6% hluta í Bergs frest til 12. desember til að samþykkja tilboðið.

Norvik er því komið með þann hlut sem þarf til að fara í innlausn útistandandi hluta, en í heildina eru þeir með 95,4%.

Hlakkar til að takast á við reksturinn

Norvik þurfti samþykki eigenda Bergs að 32,3% hlut í félaginu, þá væri Norvik með 90% af heildarhlutaféi, til þess að tilboðið yrði samþykkt. Tilboðið hljóðaði upp á gengið 44,50 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Bergs í reiðufé. 

Gísli Jón Magnússon, framkvæmdastjóri Norvik, segir í samtali við mbl.is að hann sé ánægður með niðurstöðu. 

„Við erum mjög glöð og okkar markmiðum náð. Við vorum að stefna að þessu og okkur hlakkar til að takast á við reksturinn með stjórnendum og starfsmönnum," segir Gísli.

Allir fyrirvarar tilboðsins uppfylltir 

Í tilkynningunni kemur fram að allir fyrirvarar tilboðsins, þar á meðal samþykki samkeppnisyfirvalda á Íslandi og Lettlandi, hafa verið uppfylltir.

„Norvik mun óska eftir afskráningu Bergs úr kauphöllinni Nasdaq Stockholm og innlausn útistandandi hluta í Bergs,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

Norvik er í eigu Jóns Helga Guðmundssonar. Fyrirtæki sem Norvik á hlut í eru til að mynda Byko, Kaldalón og Heimkaup. Bergs Timber er samstæða sem samanstendur af sjálfstæðum dótturfélögum sem þróa, framleiða og markaðssetja timburafurðir. Um 1.400 manns vinna hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK