Lækka álögur á húsnæði

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði bregðast við 12,9% hækkun fasteignamats á næsta …
Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði bregðast við 12,9% hækkun fasteignamats á næsta ári með því að lækka álögur á fasteignaeigendur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Tvö sveitarfélög hafa boðað lægri álögur til að bregðast við hækkun fasteignamats á næsta ári. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Kópavogi ætla að lækka fasteignaskatta til að koma til móts við fasteignaeigendur.

Miðað við fasteignagjöld lækki í heild sinni á næsta ári

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnafjarðarbæjar segir að sveitarfélagið vilji með þessu koma til móts við fasteignaeigendur með því að halda álögum í sveitarfélaginu í lágmarki vegna hækkaðs fasteignamats, eins hefur verið gert undanfarin ár. „Sveitarfélagið hefur alltaf miðað við að fasteignagjöld í heild sinni lækki og á næst ári munum við lækka álögur á íbúðarhúsnæði. Þetta hefur verið stefna okkar undanfarin ár. Það er lögð mikil áhersla á þessi mál í fjármálastjórninni að komið sé til móts við fasteignaeigendur sem greiða þessa skatta," segir Rósa. 

Nánari umfjöllun var í ViðskiptaMogg­an­um í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK