Telja Creditinfo hafa farið á svig við leyfi

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Neytendasamtökin og VR kalla eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Telja þau að Creditinfo hafi farið á svig við lög og hafa sent Persónuvernd erindi þess efnis og óskað eftir flýtimeðferð. 

Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna segir að meðferð Creditinfo á viðkvæmum persónuupplýsingum um fjárhag einstaklinga gæti farið á svig við lög og starfsleyfi fjárhagsupplýsingafyrirtækisins. 

Þar segir að við nýlegar breytingar Creditinfo hafi að sögn 40% þjóðarinnar færst um lánshæfisflokk. 

„Breytingarnar hafa haft stórkostlegar, víðtækar og skyndilegar afleiðingar fyrir 40% Íslendinga samkvæmt fréttaflutningi. Fjöldi fólks hefur misst lánsheimildir og lánstraust hjá lánveitendum, ekki vegna breytinga á eigin högum, heldur vegna breytinga hjá Creditinfo. Fyrirtækið gætti ekki meðalhófs í aðgerðum sínum, veitti fólki ekki upplýsingar um þær fyrirfram, né gaf kost á andmælum,“ segir í tilkynningunni. 

Getur haft alvarlegar afleiðingar

Segir að breytingin ein gefi tilefni til þess að ætla að pottur sé brotinn í gerð lánshæfismats hjá Creditinfo. 

„Úr því fæst ekki skorið nema með úttekt óháðs aðila og virku eftirliti. Þá virðist fólk ekki hafa verið látið vita um að það yrði fært á milli flokka nú þegar Creditinfo ákveður að breyta um verklag. Fyrir marga neytendur getur það haft alvarlegar afleiðingar að færast niður um lánshæfisflokk. Benda samtökin á að framúrskarandi fyrirtæki hefði sýnt þá kurteisi að láta fólk vita með góðum fyrirvara og gefið fólki kost á að andmæla.“

Neytendasamtökin og VR vekja athygli á að nýlega sektaði Persónuvernd Creditinfo, sem var gert að greiða tæpar 38 milljónir króna fyrir að hafa skráð fólk ranglega á vanskilaskrá. Neytendasamtökin og VR eru að kanna bótarétt þess fólks og hvetja fólk sem var skráð að vanskilaskrá vegna smálána að setja sig í samband við Neytendasamtökin.

Neytendasamtökin og VR telja Creditinfo hafa farið á svig við …
Neytendasamtökin og VR telja Creditinfo hafa farið á svig við leyfi og lög. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK