„Það var draumur minn að búa til alþjóðlegt stúdíó“

Baltasar Kormákur var gestur á morgunverðarfundi Kompanís í morgun.
Baltasar Kormákur var gestur á morgunverðarfundi Kompanís í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Af hverju ættum við Íslendingar ekki að geta gert hlutina nákvæmlega eins og í Hollywood? Þessari spurningu varpaði Baltasar Kormákur Baltasarsson, eigandi RVK Studios, fram á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins, sem fram fór í morgun.

Hann sagði að það hafi lengi verið hans draumur að búa til alþjóðlegt stúdíó hér á landi en RVK Studios hafa byggt upp kvikmyndaver í Gufunesi og skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu fyrr á þessu ári um að byggt verði nokkur kvikmyndaver sem samtals verði 8.800 fermetrar að stærð.

Baltasar sagði á morgunverðarfundinum að markmið hans hafi lengi verið að gera íslensku kvikmyndagerðarfólki kleift að komast í framleiðslu hér á landi þar sem bæði íslenskt og erlent efni verði framleitt.

„Hollywood er í rauninni ekki til. Það voru kvikmyndaver reist á þessum stað því að þau notuðu sólina til að lýsa upp kvikmyndaverin og því er Hollywood staðsett þarna fyrir tilviljun. Ég spyr bara af hverju ættum við ekki að geta gert hlutina nákvæmlega eins?”

Stórt alþjóðlegt verkefni fram undan

Tilkynnt var á dögunum að Baltasar Kormákur og fyrirtæki hans RVK Studios muni hafa yfirsumsjón með framleiðslu stórrar sjónvarpsþáttaraðar á vegum sjónvarpsstövarinnar CBS um Vilhjálm Englandskonung. Baltasar leikstýrir fyrsta þættinum í þáttaröðinni sem tekin verður upp hér á landi eftr áramót.

Baltasar sagði á morgunverðarfundinum að þættirnir yrðu 8 talsins og umfangið væri í kringum 50 milljónir dollara sem samsvarar tæpum 6,9 milljörðum íslenskra króna.

„Þetta er þó aðeins eitt af fjölmörgum verkefnum sem ég er með en verkefnin í heild eru um 20 talsins.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK