Anna ráðin lögfræðingur FÍA

Anna Lilja Hallgrímsdóttir.
Anna Lilja Hallgrímsdóttir. Mynd/Aðsend

Anna Lilja Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem lögfræðingur hjá Félagi íslenskra flugmanna (FÍA) og hóf hún störf 1.desember og verður annar lögfræðingur FÍA.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi íslenskra flugmanna en þar segir ennfremur:

„Síðan árið 2012 hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Lögmannafélagi Íslands þar sem hún sinnti m.a. eftirliti með því að lögmenn uppfylltu starfstengdar skyldur sínar, starfaði fyrir laganefnd félagsins og úrskurðarnefnd lögmanna, skipulagði viðburði ásamt því að vera upplýsingafulltrúi gagnvart samtökum evrópskra lögmannafélaga.

Anna Lilja er útskrifaður lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík en hún lauk BA prófi í lögfræði árið 2010 og meistaranámi árið 2012. Þá hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2014. Samhliða námi starfaði hún hjá Creditinfo og Bæjarskrifstofum Garðabæjar ásamt því að vera starfsnemi hjá Mörkinni lögmannsstofu og Ríkissaksóknara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK