Fjórum sagt upp hjá KOM

Björgvin Guðmundsson er framkvæmdastjóri KOM.
Björgvin Guðmundsson er framkvæmdastjóri KOM. Ljósmynd/KOM

KOM ráðgjafarfyrirtæki hefur sagt upp fjórum starfsmönnum fyrirtækisins. Eftir uppsagnirnar starfa því einungis fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu.

Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri KOM, stefnir að því að kaupa aðra eigendur félagsins úr félaginu. Vísir greindi fyrst frá.

Ástæðu uppsagnarinnar segir Björgvin, í samtali við mbl.is, vera rekstraraðstæður fyrirtækisins. Hann segir áskoranir hafa safnast fyrir undanfarna mánuði, auk þess sem rekstrarumhverfi fyrirtækja sé krefjandi um þessar mundir.

Því hafi verið nauðsynlegt að ráðast í breytingar. 

Nauðsynlegt að ráðast í endurskipulagningu 

Björgvin, sem á einn þriðja hlut í KOM, keypti sinn hlut í fyrirtækinu í upphafi árs 2014. Síðastliðin þrjú ár hefur hann starfað hjá frumkvöðlafyrirtæki í tæknigeiranum hér á landi, en í byrjun september kom hann aftur inn í daglegan rekstur KOM. 

Í samtali við mbl.is segir Björgvin uppsagnirnar hluta af gagngerri endurskipulagningu sem hann taldi nauðsynlegt að ráðast í vegna áskoranna í rekstri fyrirtækisins, eða til að byggja upp teymið og lækka kostnað. 

Fyrirtækið muni áfram sinna þeim ráðgjafaverkefnum sem það hefur ávallt sinn, en samhliða því stefnir Björgvin á að sækja einnig fram á öðrum sviðum. 

Hyggst endurskipuleggja fyrirtækið 

Til viðbótar við þær þrjár stoðir, sem fyrirtækið hefur hingað til byggt á, mun því bætast við nýsköpunarstarfsemi sem mun koma að því að þróa rafrænar lausnir fyrir viðskiptavini. Til að móta þá vinnu og byggja upp hyggst Björgvin nýta þá reynslu sem hann tekur með sér úr starfi sínu í tæknigeiranum undanfarin þrjú ár. 

Er nýsköpunarstarfsemin þannig viðbót við KOM-ráðgjöf, KOM hönnun sem hannar vörumerki og ásýnd fyrir fyrirtæki, auk KOMUM, sem sinnir ráðstefnu- og viðburðarhaldi. KOMUM er sérfélag þar sem starfa tveir starfsmenn til viðbótar við þá sem starfa hjá KOM, Björgvin segir þessa starfsmenn með samanlagt 40 ára starfsreynslu. 

Kaupir meðeigendurna úr félaginu 

Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla Símans, eru hinir tveir eigendur KOM ráðgjöf - Kynning og ehf. Eiga þeir þrír hver sinn þriðjung af fyrirtækinu.

Björgvin segir það standa til að hann muni kaupa þá Friðjón og Magnús út úr félaginu og því muni hann koma einn að rekstri KOM. 

Til þess að ég geti leitt þessa vinna þá var gert samkomulag í þessari endurskipulagningu um að ég kaupi þá út og muni til að byrja með reka KOM einn,“ segir Björgin en áréttar að það sé þó ekki að fullu frágengið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK