Loka Taco Bell að öllu óbreyttu

Helgi hefur rekið Taco Bell hér á landi, samhliða skyndibitakeðju …
Helgi hefur rekið Taco Bell hér á landi, samhliða skyndibitakeðju KFC, frá árinu 2006. mbl.is/Golli

Merkingar Taco Bell hafa verið teknar niður á stöðunum í Grafarholti og Hafnarfirði. Er það til marks um tímamót skyndibitakeðjunnar hér á landi, sem verður að öllu óbreyttu lokað. Vísir greinir frá.

Taco Bell hefur verið rekið samhliða skyndibitakeðju KFC hér á landi frá árinu 2006. Nú er svo komið að forsvarsmann KFC á alþjóðavísu hafa ákveðið að ekki megi lengur fara samhliða með rekstur skyndibitakeðjanna.

Þetta segir Helgi Vilhjálmsson, sem jafnan er kenndur við Góu, í samtali við Vísi, sem greinir frá. 

Helgi hefur rekið KFC hér á landi í rúm fjörutíu ár, en samhliða því hefur hann rekið Taco Bell frá árinu 2006. Í samtali við Vísi segir hann ákvörðunina ekki í sínum höndum. Þó sé verið að skoða málið og því ekki ljóst hvort ákvörðunin sé endanleg. 

Hann tekur fram að ákvörðunin hafi ekki verið á hans valdi og að hann hafi ekki verið spurður álits um breytt fyrirkomulag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK