Fólk í Garðabæ ber ekki hækkunina eitt

Tillaga er um að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir íbúðarhúsnæði lækki úr …
Tillaga er um að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir íbúðarhúsnæði lækki úr 0,166% í 0,163% á næsta ári. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Það er tillaga sem liggur til seinni umræðu í fjárhagsáætlun sem verður afgreidd á fimmtudaginn nk. Hún felur það í sér að álagningarhlutfall fasteignagjalda fyrir íbúðarhúsnæði lækkar úr 0,166% í 0,163% á næsta ári. Einnig lækka vatns- og holræsagjöld. Álögur á atvinnuhúsnæði haldast hins vegar óbreyttar, 1,52%, á næsta ári,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Eins og fjallað var um í síðustu viku hafa Kópavogur og Hafnarfjörður lækkað fasteignagjöld sín fyrir næsta ár til að koma til móts við hækkandi íbúðaverð og þar með hærri álögur.

Almar bætir því að Garðabær hafi á undanförnum árum ekki hækkað fasteignagjöldin umfram verðlag.

Hann segir að með því að lækka álagningarhlutfallið sé verið að sjá til þess að fólk beri ekki alla hækkunina eitt

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK