Hið opinbera fari fram með miklum þunga

Ásta Fjeldsted forstjóri Festi segir nauðsynlegt að nýta tæknina.
Ásta Fjeldsted forstjóri Festi segir nauðsynlegt að nýta tæknina. Eggert Jóhannesson

Ásta Fjeldsted, forstjóri Festi, segir að það séu ekki einungis tækifæri fólgin í því að innleiða tæknilausnir í rekstri smávöluverslana heldur sé það beinlínis nauðsynlegt. Launakostnaður sé stór kostnaðarliður í rekstrinum og verði sífellt fyrirferðarmeiri.

„Eftir síðustu kjaraviðræður jókst launakostnaður sem dæmi hjá Krónunni um 13 prósent. Kollegar mínir á Norðurlöndunum horfa á þessa þróun hjá íslenskum smásöluaðilum og hrista bara hausinn. Þeir skilja ekki hvernig við getum mætt þessu,“ segir Ásta í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag.

Kjaraviðræður eru fram undan og Ásta segir að huga þurfi að mörgu við samningaborið. Ekki megi skella skuldinni eins og svo oft er gert á álagningu fyrirtækja. Nýleg skýrsla Seðlabankans hafi einmitt sýnt að álagning innlendra fyrirtækja hafi hlutfallslega haft lítil áhrif á aukningu verðbólgu í fyrra. Hún gagnrýnir sömuleiðis framgöngu hins opinbera.

Í harðri samkeppni

„Það er óhjákvæmlegt annað en að beina spjótum sínum að hinu opinbera sem að mínu mati er í harðri samkeppni við einkageirann um starfsfólk á ýmsum sviðum. Hið opinbera hefur verið leiðandi í launahækkunum, og ekki bara í launum heldur kjarabótum ýmiss konar, aukafrídögum og fleiru, sem einkageirinn á erfitt með að keppa við. Grunnforsenda efnahagslegs stöðugleika er að einkageirinn leiði þessa þróun því það er einkageirinn sem drífur áfram framleiðnivöxtinn sem þarf til að launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti.“

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK