Seðlabankinn hafi verið einn í þessu

Már Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við Háskóla Íslands, og …
Már Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við Háskóla Íslands, og Kári S. Friðriksson, greinandi hjá Arion banka, eru gestir Dagmála.

„Það er eins og Seðlabankinn sé búinn að vera einn í þessari baráttu við verðbólguna.“

Þetta segir Kári S. Friðriksson, greinandi hjá Arion, en hann er gestur í Dagmálum Morgunblaðsins í dag ásamt Má Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum við Háskóla Íslands. Í þættinum er farið yfir stöðuna í efnahagsmálum hér á landi og erlendis, stöðuna á fasteignamarkaði, kjarasamningana sem fram undan eru, ríkisútgjöldin, vaxtastig og fleira.

„Það hefur komið á óvart hversu seig verðbólgan hefur verið, Seðlabankinn hefði mátt hækka vexti fyrr og hraðar. Hins vegar hafa laun hækkað mikið og ríkisútgjöld mættu vera lægri, svo Seðlabankinn er búinn að vera svolítið einn í þessu,“ segir Kári.

Halda að sér höndum

Már tekur undir að stjórnvöld hefðu átt að halda meira að sér höndum hvað varðar ríkisútgjöld.

„Það er ekki heppilegt að stjórnvöld séu að hækka opinber gjöld á þessum tíma. Þetta stríðir gegn hagfræðikenningum og er í raun bara hagfræði 101. Síðan má benda á að stjórnvöld hafa lítið gert til að mæta aukinni húsnæðisþörf vegna fjölda nýrra Íslendinga.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK