Tilkynna fjárlagahalla í Sádi-Arabíu

Frá Riyadh höfuðborg Sádí-Arabíu.
Frá Riyadh höfuðborg Sádí-Arabíu. AFP

Yfirvöld í Sádí-Arabíu tilkynntu í dag um væntanlegan halla á fjárlögum ársins 2024. Gert er ráð fyrir að tekjur verði um 312 milljarðar dala en útgjöld um 333 milljarðar dala.

Halli á væntum fjárlögum verði þá um 21 milljarður dala sem jafngildir tæpum 3 billjónum íslenskra króna. Það eru 12 núll í þeirri stærð.

Má rekja niðurstöðuna til hærri útgjalda og lægri olíutekna.

„Styrkleiki og seigla hagkerfis konungdæmisins gerir að verkum að hægt er að nýta efnahagslega áhættu og áskoranir í þágu þess,“ sagði í tilkynningu fjármálaráðuneytisins á samfélagsmiðlum eftir að Salman konungur samþykkti fjárlagagerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK