Dropp á toppnum en Íslandsbanki vermdi botninn

Íslandsbanki hefur aldrei mælst með minni ánægju í Ánægjuvoginni.
Íslandsbanki hefur aldrei mælst með minni ánægju í Ánægjuvoginni. Samsett mynd/mbl.is/Unnur/Eggert

Íslandsbanki hlaut lægstu einkunn í Íslensku ánægjuvoginni 2023 eða 53,9 stig af 100 mögulegum. Sigurvegarinn 2023 var fyrirtækið Dropp en það hlaut 83,9 stig.

Ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju á sínum markaði og í ár voru birtar niðurstöður 40 fyrirtækja í 15 atvinnugreinum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnvísi og Prósents.

Fram kemur að Íslandsbanki hafi aldrei mælst með minni ánægju og mælist bankinn lægra en árið 2009 þegar einkunn Íslandsbanka var 54,5.

Costco trónir á toppnum meðal eldsneytissala

Gyllta merkið er veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði.

„Þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þessir sigurvegarar mega þar af leiðandi segjast vera með ánægðustu viðskiptavinina,“ segir í tilkynningunni.

Þau fyrirtæki sem hlutu gyllta merkið eru:

 • Dropp 83,9 stig meðal póstþjónustufyrirtækja.
 • Costco eldsneyti 80,8 stig meðal eldsneytisstöðva.
 • IKEA 76,6 stig meðal húsgagnaverslana.
 • Icelandair 74,3 stig meðal flugfélaga.
 • Nova 74,2 stig meðal fjarskiptafyrirtækja.
 • Krónan 73,7 stig meðal matvöruverslana.
 • Apótekarinn 73,6 stig meðal apóteka.
 • A4 70,9 stig meðal ritfangaverslana.
 • BYKO 70,3 stig meðal byggingavöruverslana.
Landsbankinn fékk hæstu einkunn í flokki banka.
Landsbankinn fékk hæstu einkunn í flokki banka. Skjáskot/Ánægjuvogin 2023

„Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila,“ er haft eftir Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi.

Nova vermt toppsætið í 15 ár

Fram kemur að Nova sé nú búið að mælast hæst á sínum markaði 15 ár í röð.

Einnig var veitt blátt merki fyrir efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti. Fyrirtæki sem hlutu blátt merki voru:

 • Heimilistæki 75,8 stig meðal raftækjaverslana.
 • Orka náttúrunnar 68,0 stig meðal raforkusala.
 • Sjóvá 67,5 stig meðal tryggingafélaga.
 • Kringlan 67,2 stig meðal verslunarmiðstöðva.
 • Landsbankinn 60,8 stig meðal banka.
Costco hlaut gyllta merkið.
Costco hlaut gyllta merkið. Skjáskot/Ánægjuvogin 2023
Krónan fékk hæstu einkunn í flokki matvöruverslana.
Krónan fékk hæstu einkunn í flokki matvöruverslana. Skjáskot/Ánægjuvogin 2023Byko fékk hæstu einkunn í flokki byggingavöruverslana.
Byko fékk hæstu einkunn í flokki byggingavöruverslana. Skjáskot/Ánægjuvogin 2023
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK