Árni Oddur stofnar nýtt fjárfestingafélag

Árni Oddur Þórðarson.
Árni Oddur Þórðarson. Hallur Már

Árni Oddur Þórðarson, fv. forstjóri Marels, hefur stofnað nýtt fjárfestingafélag, 6 Álnir ehf., með þátttöku annarra fjárfesta. Félagið hefur að sögn Árna Odds um fjóra milljarða króna í stofnhlutafé. Árni Oddur er stærsti hluthafinn með um 38,5% hlut í gegnum samnefnt félag sitt, sem eftir fjárhagslega endurskipulagningu er skuldlaust. Þá á Bóksal ehf., sem er í eigu hjónanna Boga Þórs Siguroddssonar og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur, oft kenndum við Fagkaup, um 22% hlut. Aðrir þekktir fjárfestar koma að félaginu með minni hlut. Þar má meðal annars nefna Kristján Loftsson í gegnum Hval hf., Guðbjörgu Matthíasdóttur, sem er einn stærsti eigandi Ísfélagsins, bræðurna Hólmstein og Pétur Björnssyni, oft kenndir við Ísfell, og félag í eigu Jakobs Valgeirs, útgerðarmanns og fjárfestis.

Með 14% hlut

6 Álnir munu fara með rúmlega 14% hlut í Eyri Invest, sem er stærsti eigandi Marels með um 25% hlut. Þórður Magnússon, fjárfestir og faðir Árna Odds, á 15% hlut í Eyri þannig að saman fara þeir feðgar með rúmlega 29% hlut. Þá er deilt um 9% hlut sem skráður er á Arion banka en feðgarnir telja sig eiga.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK