Gera athugasemd vegna rekstrarhæfi Play

Tap Play nam á síðasta ári um 4,8 milljörðum króna.
Tap Play nam á síðasta ári um 4,8 milljörðum króna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Endurskoðandi flugfélagsins Play gerir í ársreikningi félagsins athugasemd við rekstrarhæfi félagsins.

Play birti í gær ársuppgjör fyrir síðasta ár þar sem fram kom að tap félagsins á síðasta ári hefði numið um 4,8 milljörðum króna. Í áritun endurskoðanda segir að í ljósi afkomu síðasta árs sé óvissa fyrir hendi sem geti haft áhrif á rekstrarhæfi félagsins.

Tap félagsins árið 2021 nam um sex milljörðum króna.

Gengið aldrei verið lægra

Play, sem er skráð á First North markaðinn, hefur nú verið athugunarmerkt í Kauphöllinni vegna athugasemda endurskoðandans. Rétt er að taka fram að nokkur munur er á fyrirvara sem þessum og því þegar endurskoðendur efast um rekstrarhæfi félaga, sem á ekki við í þessu tilviki.

Gengi Play hefur lækkað um 16,5% það sem af er degi og stendur nú í 5,6 kr. á hlut. Þó eru lítil viðskipti á bakvið þá lækkun, um 19 milljónir króna. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra en nú frá því að félagið var skráð á markað sumarið 2021. Síðan þá hefur gengið lækkað um tæp 73%.

Í uppgjörstilkynningu félagsins í gær kom fram að stefnt væri að 3-4 milljarða króna hlutafjáraukningu á þessu ári.

Í upphaflegri frétt kom fram að fyrirvari hefði verið settur við rekstrarhæfi Play. Hefur orðalaginu verið breytt og þess segir að gerð hafi verið athugasemd við rekstrarhæfi félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK