Íslandsbanki hagnaðist um 24,6 milljarða

Íslandsbanki
Íslandsbanki mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsbanki hagnaðist um 6,2 milljarða á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Í heild hagnaðist bankinn um 24,6 milljarða árið 2023.

Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá bankanum.

Hreinar vaxtatekjur námu 48,6 milljörðum króna á árinu sem er aukning um 12,7% frá fyrra ári. Hreinar þóknanatekjur námu 14,2 milljörðum samanborið við 14,1 milljarð króna árið 2022.

Þá kemur fram að innlán frá viðskiptavinum jukust milli ára um 7,7%, úr 790 milljörðum króna í lok árs 2022 í 851 milljarð króna í lok árs 2023.

26,7 milljarðar kr. í stjórnunarkostnað

Stjórnunarkostnaður á árinu 2023 nam 26,7 milljörðum króna, ef frá er talin 860 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi.

Samanborið við 2022 þegar stjórnunarkostnaðurinn var 23,6 milljarðar króna, þegar frá er talin stjórnvaldssekt að fjárhæð 300 milljónir króna, sem gjaldfærð var á fjórða ársfjórðungi 2022.

„Borið saman við árslokatölur 2022 jukust útlán um 3,1% á ársgrundvelli sem er hægari vöxtur en árið á undan og hefur hátt vaxtastig þar klárlega áhrif. Gæði lánasafnsins eru góð og sjáum við litla aukningu í vanskilum. Aukning í innlánum frá viðskiptavinum um tæp 8% á árinu styrkti enn frekar megin fjármögnunarstoð bankans,“ segir í m.a. tilkynningu frá bankanum.

Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson er bankastjóri Íslandsbanka.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK