Skatturinn afnemur bónuskerfi starfsmanna

Skatturinn hefur greitt starfsmönnum sínum bónusa á liðnum árum, þar …
Skatturinn hefur greitt starfsmönnum sínum bónusa á liðnum árum, þar á meðal starfsmönnum sem sinna skattarannsóknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skatturinn hefur ákveðið að leggja af bónuskerfi til starfsmanna stofnunarinnar, kerfi sem kallað er viðbótarlaunakerfi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Skattsins.

Nokkuð hefur verið fjallað um bónuskerfi Skattsins að undanförnu. Morgunblaðið greindi frá því um miðjan janúar að starfsmönnum Skattsins stæði til boða sérstök viðbótarlaun eða bónusgreiðslur tvisvar á ári ef þeir skila sérstöku eða framúrskarandi vinnuframlagi í þágu embættisins. Þá greindi blaðið jafnframt frá því að um 260 milljónir króna hefðu verið greiddar í sérstaka bónusa til starfsmanna á liðnum fjórum árum.

„Verður ekki við það unað“

Í fyrrnefndri tilkynningu kemur fram að Skatturinn hafi samið við aðildarfélög BHM um breytingu á kjarasamningi sem tekur gildi frá og með síðustu áramótum. Ekki er greint nánar frá innihaldi þess samnings.

Skatturinn segir í tilkynningu sinni að gagnrýni og umfjöllun um eðli og framkvæmd viðbótarlaunakerfis hjá stofnuninni hafi „miðað að því að draga úr trúverðugleika skattyfirvalda og varpa rýrð á störf þeirra,“ eins og það er orðað í tilkynningunni.

„...þó að Skatturinn og aðildarfélög í BHM telji umrætt viðbótarlaunakerfi vera nútímalegt og gott kerfi sem hafi reynst öllum samningsaðilum vel, þá verður ekki við það unað í ljósi þeirrar stefnu sem umræðan um það hefur tekið,“ segir einnig í tilkynningunni.

Þá greinir Skatturinn jafnframt frá því að viðbótarlaun séu ekki háð fjárhæðum í endurákvörðunum. Stofnunin hefur þó staðfest við Morgunblaðið að starfsmenn sem sinna skattarannsóknum hafi fengið fyrrnefnda bónusa greidda.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK