Viðskiptin færast yfir til ríkisins

Ólafur segir opinber fyrirtæki ganga mjög hart fram í markaðssetningu …
Ólafur segir opinber fyrirtæki ganga mjög hart fram í markaðssetningu og verðlagningu á þjónustunni. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ekki víst að margir hafi áttað sig á því að á meðan þeir óku bensínbíl voru þeir í viðskiptum við einkafyrirtæki. Þegar búið er að skipta yfir í rafbíl eru töluverðar líkur á að þú sért kominn í viðskipti við fyrirtæki í eigu ríkis eða sveitarfélags,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), í samtali við Morgunblaðið.

FA heldur í dag fund um markmið orkuskipta í samgöngum. Samhliða er birt ný úttekt Intellecon þar sem meðal annars er fjallað um samkeppni ríkisins við einkafyrirtæki á þessum markaði.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag segir Ólafur athugunarvert að þessi opinberu fyrirtæki veiti einkafyrirtækjum harða samkeppni.

„Við spyrjum: Hver er þörfin fyrir það? Fyrst við þurftum ekki ríkisolíufélag fyrir bensínbílana, þurfum við þá aðkomu ríkis og sveitarfélaga á þessum nýja markaði?“ spyr Ólafur. 

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK