Jákvæð afkomuviðvörun hjá Síldarvinnslunni

Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.

Rekstrarhagnaður Síldarvinnslunnar verður um 121 milljón bandaríkjadala og þannig nokkuð hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta kemur fram í jákvæðri afkomuviðvörun sem félagið sendi frá sér til Kauphallarinnar í dag.

Í áætlun félagsins sem lögð var fram á fyrri hluta árs, var gert ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBITDA) samstæðu félagsins yrði á bilinu 107-117 milljónir dollarar á árinu 2023. Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2023 liggur nú fyrir og samkvæmt því mun rekstrarhagnaður ársins nema um 121 milljón dala.

Jákvæðir þættir i rekstrinum sem skýra betri afkomu

Einnig segir í tilkynningunni að útgerð og vinnsla hafi almennt gengið vel á árinu en á síðustu mánuðum hafa komið inn jákvæðir þættir í reksturinn sem skýra betri afkomu. Má þar nefna að verð á fiskimjöli og lýsi er betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Atburðirnir sem hófust í Grindavík 10. nóvember hafa á móti neikvæð áhrif vegna framleiðslustöðvunar og einskiptiskostnaðar við björgun afurða. 

Það er tekið fram að vinna við ársuppgjör standi enn yfir og því geta lykiltölur tekið smávægilegum breytingum á uppgjörstímabilinu. Síldarvinnslan mun birta niðurstöður ársins 7. mars í samræmi við fjárhagsdagatal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK