Nike segir yfir 1.700 manns upp

Nike hefur sagt upp 1.700 manns.
Nike hefur sagt upp 1.700 manns. AFP/Getty Images/Mario Tama

Nike hefur ákveðið að segja upp um 2% starfsmanna sinna, eða hátt í 1.700 manns. Er þetta liður í að skera niður kostnað hjá fyrirtækinu, en það stefnir á allt að 270 milljarða króna niðurskurð á næstu þremur árum.

83.700 manns starfa hjá Nike.

„Aðgerðirnar sem við erum að grípa til setja okkur í þá stöðu að setja fyrirtækið rétta stærð til að grípa stærstu vaxtartækifærin,“ sagði talsmaður Nike í yfirlýsingu í gær.

„Þó að þessar breytingar muni hafa áhrif á um það bil 2% af starfsfólki okkar erum við þakklát fyrir framlagið frá öllum liðsfélögum Nike.“

CNN greinir frá.

Breytt neysluhegðun

Í desember dró Nike niður tekjuspá sína og tilkynnti að fyrirtækið myndi fara í niðurskurð vegna vaxandi áhyggna af því að neytendur um allan heim væru byrjaðir að hægja á neyslu.

Fyrirtækið sagði þá að það myndi leita leiða til að skera niður útgjöld um 270 milljarða króna næstu þrjú árin.

Í frétt CNN kemur fram að neytendur séu farnir að breyta neysluhegðun sinni með því að sleppa kaupum á vörum eins og dýrum strigaskóm og íþróttafatnaði til að eiga fyrir nauðsynjum og ódýrari afþreyingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK