Gervigreindin tók betri ákvarðanir

Ted Boman tók við sem forstjóri Gina Tricot þegar covid-faraldurinn …
Ted Boman tók við sem forstjóri Gina Tricot þegar covid-faraldurinn var nýbyrjaður, í maí árið 2020. Eggert Jóhannesson

Gengi þeirra tveggja Gina Tricot-tískuvöruverslana sem opnaðar voru með pompi og prakt á Íslandi í nóvember sl. hefur farið langt fram úr væntingum að því er forstjóri fyrirtækisins, Ted Boman, segir í samtali við ViðskiptaMoggann.

Gina Tricot er sænsk keðja sem var stofnuð árið 1997. Hún selur vörur sínar í 142 verslunum í fimm Evrópulöndum, í netverslunum og hjá samstarfsaðilum enn víðar. „Við erum með þrjú meginsvið: verslanir, netverslun og fyrirtækjasvið sem sér um rekstur sérleyfisverslana (e. franchise) eins og hér á landi,“ segir Boman.

Gervigreind og RFID

Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot og Lindex á Íslandi, segir að tvennt hafi einkum ráðið úrslitum í því hve hratt og vel gekk að opna verslanirnar á Íslandi. Annað hafi verið svokallað RFID, eða rafaldskenni, sem gefi rauntímaupplýsingar um birgðir í vöruhúsi og í verslunum.

„Það er sá hlutur sem gefur Gina Tricot hvað mest forskot og færi á að vaxa eins mikið og hratt og hún vill. Hitt er Nextel-gervigreindin sem fyrirtækið notar til að spá fyrir um innkaup á grundvelli sölu í fortíðinni. Þegar við fengum spána frá gervigreindinni hringdi ég í höfuðstöðvarnar í Svíþjóð og sagðist hreint ekki vera viss um að hún hefði rétt fyrir sér. Þá fékk ég þau svör að allt væri klappað og klárt og fötin væru komin út í gám. Í ljós kom að tæknin var með puttann á púlsinum og ég varð mjög uppnuminn yfir nákvæmninni – þetta var fullkomnara en ef manneskja hefði pantað. Þessi búnaður mun, eins og RFID, hjálpa Gina Tricot að vaxa í framtíðinni.“

Boman segir að félagið reyni að vera í fremstu röð tæknilega. „Þar sem tæknin getur hjálpað viljum við nota hana. Við erum til dæmis mjög framarlega í stafrænni markaðssetningu.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum sem kom út á miðvikudag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK