Coca-Cola nýr aðalstyrktaraðili FKA

Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA, og Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri …
Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA, og Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi.

Coca-Cola á Íslandi er nýr aðalstyrktaraðili FKA, á afmælisári FKA sem nú er gengið í garð.

Í tilkynningu frá FKA kemur fram að markmiðið með samstarfinu sé að senda skýr skilaboð út um mikilægi þess að jafna hlut kynjanna í atvinnulífinu, setja jafnrétti á dagskrá og hlúa að okkur til að ná jafnvægi í leik og starfi.

„Við hjá Coca-Cola erum afar ánægð að leggja okkar lóð á vogarskálarnar og styðja við FKA á 25 ára afmælisári félagsins. FKA hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi og er ómissandi hreyfiafl í baráttunni um að jafna stöðu kynjanna í atvinnulífinu,” segir Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi þegar undirritaður var samstarfssamningur við Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA.

Unnur Elva Arnardóttir, formaður FKA, segir í tilkynningunni að mikil ánægja sé innan FKA með samkomulagið.

 „Við komum til með að vinna að sameiginlegum markmiðum í þá átt að jafna tækifæri kynjanna í atvinnulífinu, að standa þétt saman til að stuðla að auknu jafnrétti því að samfélagið okkar skiptir okkur gríðarlegu miklu máli,“ segir Unnur Elva.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK