Fasteignafélögin auka tekjur

Samsett mynd

Fasteignafélögin Eik, Reginn og Reitir juku öll leigutekjur sínar á síðasta ári. Samanlagður hagnaður félaganna þriggja nam tæpum 19 milljörðum króna.

Leigutekjur Regins jukust um 13,2% milli ára á sama tíma og verðlag hefur hækkað um 9,0% þannig að leigutekjur Regins hækkuðu um 4,2% umfram verðlag.

Leigutekjur Eikar jukust um 11% milli ára og námu um 9,5 milljörðum króna, heildartekjur félagsins námu 11,2 milljörðum en einskiptisliðir höfðu neikvæð áhrif á tekjuhlið Eikar um 68 milljónir.

Leigutekjur Reita jukust um 12,1% og uxu umfram verðlag vegna fjárfestinga. Um þrír fjórðu hlutar tekjuaukningar á milli ára eru tilkomnir vegna verðlagshækkunar.

Lestu ítarlegri úttekt í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK