Íslandspóstur hækkaði verð um 49% í laumi

Víða er pottur brotinn við fyrirkomulag alþjónustu. Vísbendingar eru um …
Víða er pottur brotinn við fyrirkomulag alþjónustu. Vísbendingar eru um að Íslandspóstur fari ekki að lögum um verðlagningu póstþjónustunnar. mbl.is/Hari

Ísland­s­póst­ur (ÍSP) hækkaði verð á magn­póst­send­ing­um bréfa að 50 grömm­um um 49% um ára­mót­in án til­kynn­ing­ar. ÍSP til­kynnti vissu­lega um fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á verðskrá á heimasíðu sinni í lok nóv­em­ber en láðist að minn­ast á verðhækk­un þessa. Þvert á móti sagði í til­kynn­ing­unni að eng­in verðhækk­un ætti sér stað á 0-50 g bréf­um inn­an­lands. Þar kom hins veg­ar fram að sér­stök verðskrá magn­pósts yrði lögð niður og að óbreytt­ir magnaflsætt­ir yrðu reiknaðir af al­mennri verðskrá.

En hvað þýðir það? Verð á bréfi í téðum þyngd­ar­flokki var 195 krón­ur sam­kvæmt ný­af­lagðri magn­verðskrá en er 290 krón­ur sam­kvæmt al­mennri verðskrá. Sömu af­slætt­ir og áður reikn­ast nú af hærra verði, og fel­ur þessi ein­föld­un verðskrár því í sér hækk­un sem nem­ur 49% í magnsend­ing­um bréfa að 50 grömm­um.

Verð end­ur­spegli raun­kostnað með hagnaði

ÍSP sinn­ir alþjón­ustu­hlut­verki sam­kvæmt út­nefn­ingu hins op­in­bera, en í því felst í ein­földu máli að fé­lag­inu beri að sinna til­tek­inni lág­marksþjón­ustu til dæm­is á svæðum þar sem markaðsleg­ar for­send­ur fyr­ir póstþjón­ustu eru ekki til staðar, í dreif­býli og svo­nefndn­um óvirk­um markaðssvæðum í þétt­býli. Á móti fær ÍSP end­ur­gjald frá rík­inu sem á að nema hrein­um kostnaði alþjón­ustu­byrðar­inn­ar, að frá­dregn­um metn­um ávinn­ingi sem af alþjón­ust­unni hlýst.

Gerðar eru kröf­ur um verðlagn­ingu alþjón­ustu­veit­anda með lög­um. Í aðra rönd­ina á verð að end­ur­spegla raun­kostnað og hæfi­leg­an hagnað sam­kvæmt laga­bók­stafn­um, en í hina á verð að vera viðráðan­legt – og hér stend­ur hníf­ur­inn í kúnni.

Geta skammtað sér fé

Í ákvörðunum sín­um hef­ur eft­ir­litsaðil­inn, það er Byggðastofn­un, forðast að taka af­stöðu til þess hvað hug­takið viðráðan­legt verð þýðir og látið ÍSP það eft­ir. Hef­ur það leitt til þess að verðlagn­ing á bréf­um hef­ur ekki end­ur­speglað raun­kostnað með sann­gjörn­um hagnaði und­an­far­in miss­eri í skjóli loðins hug­taks um viðráðan­legt verð, án at­huga­semda ef­itr­litsaðilans. Tapið er niður­greitt af ís­lenska rík­inu þannig að ÍSP er hér í lófa lagið að skammta sér fé úr rík­is­sjóði og vís­bend­ing­ar eru um að svo hafi verið gert.

Í eldri ákvörðun Byggðastofn­un­ar frá 26. októ­ber sl. kem­ur fram að tap hafi verið á dreif­ingu bréfa á virku markaðssvæði utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, en svæðið var með ákvörðun­inni skil­greint sem óvirkt. Eft­ir­lits­stofn­un­in gerði ekki at­huga­semd við und­ir­verðlagn­ingu ÍSP og tók ekki af­stöðu til þess hvort hækk­un myndi leiða til þess að verð yrði óviðráðan­legt. Stofn­un­in samþykkti hins veg­ar að fella svæðin und­ir alþjón­ustu­byrðina. Inn­an við mánuði síðar er verð hækkað um 49% með ann­arri ákvörðun.

Ólík­legt er að slík hækk­un hefði verið óviðráðan­leg mánuði fyrr, sem bend­ir til þess að ÍSP hafi þegið end­ur­gjald frá rík­inu fyr­ir tap sem hefði mátt mæta fyrr með verðhækk­un­um eins og lög gera ráð fyr­ir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK