Keyrðu niður starfsemi í neyðarástandinu

Björn Brynjúlfsson segir að fyrirtækið sé á langtímavegferð.
Björn Brynjúlfsson segir að fyrirtækið sé á langtímavegferð. Kristinn Magnússon

Björn Brynjúlfsson, forstjóri gagnaversfyrirtækisins Borealis Data Center, segir spurður um stöðu iðnaðarins á Íslandi í ljósi mikillar umræðu um yfirvofandi orkuskort í landinu að staðan núna sé hamlandi almennt fyrir græna iðnaðaruppbyggingu.

„Við erum í þeirri vegferð að auka virði okkar starfsemi til að hafa meiri tekjur og þjónustu á hverja orkueiningu. Að því vinnum við markvisst og það gengur vel. En við viljum gjarnan sjá geirann vaxa og dafna inn í framtíðina. Gagnaver eru mjög áhugaverður orkunotandi fyrir kerfið og hafa mikið til að bera til að geta bætt orkunýtni. Við erum til dæmis með orkugeymslumöguleika í okkar starfsemi til að vera með afhendingaröryggi fyrir þá viðskiptavini sem eru viðkvæmastir fyrir afhendingu þjónustunnar.

Við erum með rafhlöður og í sumum tilvikum varaafl. Þetta getur nýst kerfinu til að tryggja stöðugleika og getum við brugðist hratt við þegar á þarf að halda. Sem dæmi þá keyrðum við niður starfsemi okkar á Reykjanesi á dögunum til að bregðast við neyðarástandinu sem skapaðist þegar heitavatnsleiðsla fór í sundur í eldgosinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells.“

Horfa til áratuga

Björn segir að þó að staðan sé þröng á orkumarkaði á þessari stundu þá sé fyrirtækið á langtímavegferð. „Við erum með innviðafjárfesta í okkar eigendahópi sem horfa til áratuga í sínum fjárfestingum. Okkur liggur ekkert mikið á en við þurfum stöðugleika og að geta séð fram í tímann.“

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK