Íslenskur lottó-leikur til 50 landa

Ívar Unnþórsson, framkvæmdastjóri Bwloto.
Ívar Unnþórsson, framkvæmdastjóri Bwloto.

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Bwloto, sem sérhæfir sig í fjáröflunar- og getraunalausnum, hefur gert samning við Scientific Games (SG), sem er eitt stærsta lottófyrirtæki heims, um dreifingu á lottóleikjum fyrirtækisins eða svonefndum ígripaleikjum. Netsala á lottóleikjum er metin á sex milljarða bandaríkjadala eða 800 milljarða króna.

„SG er annað af tveimur stærstu lottófyrirtækjum heims og rekur 130 lotterí í 50 löndum og hefur aðgang að mjög stórum markaðssvæðum. Við getum boðið leikina okkar í gegnum SG sem er svo með samninga við lotteríin í Bandaríkjunum, sem dreifa leikjunum okkar beint til viðskiptavina,“ segir Ívar Unnþórsson, framkvæmdastjóri Bwloto, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK