Slitum lokið á Straumi-Burðarási

Björgólfur Thor Björgólfsson var stjórnarformaður Straums-Burðaráss.
Björgólfur Thor Björgólfsson var stjórnarformaður Straums-Burðaráss. Ásdís Ásgeirsdóttir

Slitum á ALMC hf., sem áður var fjárfestingarbankinn Straumur-Burðarás, er lokið og félagið hefur verið skráð úr fyrirtækjaskrá. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Lýstar kröfur í þrotabúið námu 321.877 evrum sem samsvarar rúmum 47 milljónum á gengi dagsins í dag. Skilanefnd samþykkti kröfur í búið að upphæð 164.092 evrur sem er um rétt rúmar 24 milljónir króna.

Gert upp við hluthafa

Í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu stendur að skilanefnd hafi gert upp við hluthafa. Félagið á sér langa sögu í íslenskri viðskiptasögu. Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki varð til árið 2005 með sameiningu Straums og Burðaráss. Straumur var stofnaður árið 2001 með sameiningu Hlutabréfasjóðsins og VÍB. Burðarás var fjárfestingaarmur Eimskips. Straumur-Burðarás var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu í mars 2009. Í kjölfar samþykktar nauðasamninga í júlí 2010 varð eignaumsýslufélagið ALMC til.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka