Tilnefningar til Lúðursins birtar

Verðlaunahátíð Lúðurins verður 1. mars nk.
Verðlaunahátíð Lúðurins verður 1. mars nk. Ljósmynd/Eva Björk Ægisdóttir

ÍMARK, sam­tök markaðs- og aug­lýs­inga­fólks, í samráði við SÍA, Samband íslenskra auglýsingastofa, standa fyr­ir ÍMARK-deg­in­um sem hald­inn er 1. mars nk. Dag­ur­inn end­ar á verðlauna­hátíð Lúðurs­ins þar sem veitt verða verðlaun í flokki fjöl­breyttra aug­lýs­inga­flokka.

Auk þess verða veitt verðlaun fyrir ÁRUNA – árangursríkustu herferðina, auglýsingastofu ársins og vörumerki ársins.

38. sinn

Lúðurinn er verðlaun þar sem frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt er veitt viðurkenning.

Þetta er í þrítugasta og áttunda sinn sem verðlaunin eru veitt.

Hér fyr­ir ofan má sjá mynd­band þar sem til­nefn­ing­arn­ar eru kynnt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK