Halldór framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku

Halldór Þór Snæland.
Halldór Þór Snæland. Ljósmynd/Aðsend

Halldór Þór Snæland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kviku og tekur sæti í framkvæmdastjórn bankans.

Viðskiptabankasviðið þjónustar viðskiptavini með almennri bankaþjónustu, fjölbreyttum fjártæknilausnum og í gegnum sérhæfð vörumerki og dótturfélög. Á meðal vörumerkja sem heyra undir viðskiptabankasviðið eru Auður, Aur, Lykill, Netgíró og Straumur, að því er segir í tilkynningu. 

Halldór býr yfir tveggja áratuga reynslu af störfum á fjármálamarkaði og hefur starfað hjá Kviku frá árinu 2015. Hann hefur síðustu fjögur ár verið forstöðumaður rekstrardeildar og var áður sérfræðingur í fjárstýringu Kviku. Á árunum 2014 til 2015 var Halldór fjármála- og rekstrarstjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Sidekick Health. Hann var forstöðumaður fjárstýringar MP banka um sjö ára skeið á árunum 2006 til 2012 og starfaði þar áður sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Kaupþingi og Búnaðarbanka Íslands, segir enn fremur. 

Halldór lauk M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá KTH Royal Institute of Technology í Stokkhólmi árið 2014 og útskrifaðist frá Háskóla Íslands með B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði árið 2003 ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK