Sjö bjóða sig fram í stjórn Festi

Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna.
Festi rekur meðal annars N1 og Krónuna. Árni Sæberg

Sjö manns bjóða sig fram til setu í stjórn Festi á aðalfundi félagsins sem fram fer í næstu viku.

Tilnefningarnefnd félagsins hafði tilnefnt fimm aðila í stjórn, þau Guðjón Reynisson (stjórnarformaður), Hjörleif Pálsson, Margréti Guðmundsdóttur, Sigurlínu Ingvarsdóttur og Þórð Má Jóhannesson.

Tveir aðilar til viðbótar, þeir Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita, og Gylfi Ólafsson hafa jafnframt boðið sig fram í stjórn.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ýtti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) á það að fleiri aðilar gæfu kost á sér til stjórnarsetu en þeir sem þegar höfðu gefið sig fram við tilnefningarnefnd. Það má rekja til þess að sjóðurinn sætti sig ekki við að Þórður Már Jóhannesson gæfi kost á sér á ný. Hann var sem kunnugt er stjórnarformaður félagsins fram til ársins 2022. Þórður Már er meðal stærstu einkafjárfesta sem á hlut í Festi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK