Ómar hættir sem forstjóri Securitas

Ómar Svavarsson, hefur hætt sem forstjóri Securitas.
Ómar Svavarsson, hefur hætt sem forstjóri Securitas. mbl.is/Styrmir Kári

Ómar Svavarsson hefur komist að samkomulagi við stjórn Securitas um starfslok eftir að hafa gegnt starfi forstjóri frá því í júlí 2017. Hann lætur strax af daglegum störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stekki fjárfestingafélagi, meirihlutaeiganda félagsins.

Jóhann Gunnar Jóhannsson fjármálastjóri Securitas tekur við hlutverki forstjóra þar til framtíðar forstjóri hefur verið ráðinn.  

Haft er eftir Guðlaugu Kristbjörgu Kristinsdóttur, stjórnarformanni Securitas, að hún þakki Ómari fyrir samstarfi síðustu ár. „Ég vil þakka Ómari fyrir gott samstarf síðustu 7 árin og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.  Félagið hefur vaxið og dafnað í hans forstjóratíð og hefur þess á meðal flutt í nýjar höfuðstöðvar og farsællega tekist á við ýmsar áskoranir.

Ómar hafði frá ár­inu 2015 gengt starfi fram­kvæmda­stjóra sölu og ráðgjaf­ar hjá Sjóvá. Hann var áður for­stjóri Voda­fo­ne á ár­un­um 2009-2014 en hann er viðskipta­fræðing­ur Cand Oecon frá Há­skóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK