Metár að baki hjá Bjarna og hyggst selja

Bjarni Ákason keypti Bakó-Ísberg árið 2019. Nú er komið að …
Bjarni Ákason keypti Bakó-Ísberg árið 2019. Nú er komið að tímamótum.

Bjarni Ákason eigandi Bakó-Ísberg hefur marga fjöruna sopið í íslensku viðskiptalífi. Hann keypti fyrirtækið árið 2019 eftir að hafa selt umboðið fyrir Apple-vörur á Íslandi öðru sinni.

Í viðtali í Dagmálum viðurkennir hann að fyrstu mánuðina eftir að hann tók við nýja félaginu hafi hann klórað sér í kollinum yfir því hvað hann væri búinn að koma sér út í. Reyndar fullyrðir hann að hafa lítið sem ekkert sofið fyrsta árið eftir að viðskiptin gengu í gegn.

Þrífst best í ólgusjó

Bjarni segist þrífast best í rekstri þar sem mikið gangi á. Honum fari að leiðast þegar komist sé á lygnan sjó. Sú staða sé nú í nánd hjá Bakó-Ísberg og því hefur hann ákveðið að selja fyrirtækið. Tiíðinda þar um er að vænta innan tíðar. Hvað tekur við er óráðið.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK