Snorri ráðinn til Orkuveitunnar

Snorri Þorkelsson er nýr fjármálastjóri Orkuveitunnar.
Snorri Þorkelsson er nýr fjármálastjóri Orkuveitunnar. Ljósmynd/aðsend

Orkuveitan hefur ráðið Snorra Þorkelsson í stöðu framkvæmdastjóra fjármála. Snorri kemur til Orkuveitunnar frá Baader á Íslandi og Skaganum 3X en þar áður starfaði hann í rúman áratug sem fjármálastjóri hjá Marel á Íslandi og síðar sem fjármálastjóri fiskiðnaðar hjá Marel.  Einnig var Snorri fjármálastjóri Dohop í fjögur ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni. Þar segir jafnframt að 30 hafi sótt um starfið. 

Snorri sem fæddur er árið 1971 útskrifaðist með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og MAcc í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla tveimur árum síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK