Mismunandi áskoranir eftir heimshlutum

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá APM Terminals.
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá APM Terminals. Eyþór Árnason

Árásir vígamanna Húta á flutningaskip í Rauðahafi hafa valdið umtalsverðu tjóni, sem kemur bæði fram í töfum á afhendingu og verðhækkunum. Mörg skipafélög hafa þurft að breyta áætlunum sínum og sigla nú lengri leið en áður, suður fyrir Góðrarvonarhöfða í Suður-Afríku, en þá hefur þetta einnig áhrif í Mið-Austurlöndum.

Um þetta er meðal annars fjallað í viðtali við Birnu Ósk Einarsdóttur, sem starfar í dag sem framkvæmdastjóri hjá hollenska fyrirtækinu APM Terminals. Félagið er í eigu danska skipaflutningafélagsins Maersk og rekur rúmlega 60 hafnir í 40 löndum víðs vegar um heiminn. Margar þeirra eru með stærstu vöruflutningahöfnum heims. Í viðtalinu er meðal annars rætt um störf hennar hjá félaginu, mismunandi áskoranir eftir heimshlutum, hvernig það var að taka við starfi hjá stóru alþjóðlegu fyrirtæki og margt fleira.

Þá er einnig rætt við hana um stjórnarstörf hennar hér á landi.

Afferma annars staðar

Hvað stöðuna í Rauðahafi varðar segir Birna Ósk meðal annars að umsvifamiklar flutningahafnir víða í Mið-Austurlöndum líði einnig fyrir stöðuna. Eftir atvikum hafa skipafélög kosið að afferma annars staðar sem verður til þess að flytja þarf vörur landleiðina á áfangastað, sem tekur mun lengri tíma.

„Þetta kemur niður á fólkinu sem þar býr sem fær ekki vörur á réttum tíma – þar á meðal lyf og aðrar nauðsynjavörur,“ segir Birna Ósk.

Lestu ítarlegt samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK