Origo kaupir 40% hlut í Advise

Jón Björnsson, forstjóri Origo, og Mikael Arnarson, framkvæmdstjóri Advise.
Jón Björnsson, forstjóri Origo, og Mikael Arnarson, framkvæmdstjóri Advise.

Origo hefur fjárfest í hugbúnaðarfyrirtækinu Advise ehf og er eftir viðskiptin eigandi 40% hlutafjár í félaginu.

Advise ehf er eigandi og rekstraraðili Advise Business Monitor sem er hugbúnaðarlausn á sviði viðskiptagreindar. Lausnin veitir litlum og meðalstórum fyrirtækjum rauntímaupplýsingar um rekstur og hjálpar til við ákvarðanatöku. Lausnin innifelur m.a forsniðnar tengingar við bókhaldskerfi, gagnahýsingu, greiningar fjárhagsgagna, áætlanagerð, frávikagreiningar og öflug mælaborð, að því er segir í tilkynningu. 

„Advise hefur náð eftirtektarverðum árangri hér á landi á stuttum tíma og teymi þeirra hefur þróað hugbúnað sem hjálpar litlum og meðalstórum fyrirtækjum að nýta gögnin sín og bæta reksturinn”, segir Jón Björnsson, forstjóri Origo, í tilkynningu.

„Hugbúnaðurinn sparar tíma og pening og einfaldar svo sannarlega lífið,” bætir hann við.   

„Ég er virkilega ánægður og spenntur að fá Origo inn í hluthafahóp Advise. Undanfarin misseri höfum við unnið að því að undirbúa lausnina fyrir erlenda markaði. Fjárfesting Origo gerir félaginu kleift að hraða þróun og markaðslegum undirbúningi fyrir þessa vegferð samhliða því að sækja fram innanlands”, segir Mikael Arnarson, framkvæmdastjóri Advise, í tilkynningunni. 

„Reynsla Origo af uppbyggingu lausna fyrir alþjóðlegan markað, viðskiptasambönd hérlendis og erlendis sem og mikil þekking á hugbúnaðarþróun, mun styðja við vegferð og árangur Advise,” segir Mikeal enn fremur. 

Höfuðstöðvar Origo.
Höfuðstöðvar Origo. Ljósmynd/Origo
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka