Svaf ekki fyrsta árið eftir kaupin

„Svo fer maður inn og segir svo bara. Hvílíki bjáninn sem þú ert Bjarni Ákason. Af hverju ertu alltaf að koma þér í einhverja vitleysu. Og ég bara svaf ekki fyrsta árið.“

Þannig lýsir Bjarni tilfinningum sínum eftir að hann undirritaði samning um kaup á fyrirtækinu Bakó-Ísberg sem sérhæfir sig í þjónustu við veitingastaði, stóreldhús og hótel. Hann segir algjöra tilviljun hafa ráðið því að þessi geiri hafi orðið fyrir valinu. Kaupin hafi ekki byggt á sérstökum áhuga hans á bakarofnum eða kristalsglösum.

Hann segir að margar áskoranir hafi mætt honum í rekstrinum frá því að hann keypti fyrirtækið í byrjun árs 2019.

Tvö stór áföll

„Svo þegar ég kem inn þá fer WOW á hausinn. Þá minnkaði ferðabransinn, var það ekki svona 30% over night. Þá slökknaði svolítið á ferðahlutanum. Svo bara kom Covid.“

- Þá slökknaði bara á öllu?

„Meira að segja símanum. Maður hefur tengsl og annað. Það voru auðvitað fyrirtæki sem voru að kaupa stóreldhús á þessum tíma og það svona bjargaði okkur svolítið. Þannig að við náðum að halda fyrirtækinu alltaf réttu megin.“

Fyrsta árið segir hann að hafi verið mjög sérstakt. Hann hafi ekki vitað neitt um neitt í fyrirtækinu.

„Ég vissi ekki hvað gastro-bakki var,“ segir hann og hlær.

„Svo kemst maður inn í geirann og svo er það bara einn daginn: Ég er kominn á stýrið og þá kann maður þetta.“

Hann segir að það labbi enginn inn í einhvern geira og viti allt um hann. Hann segist hafa kynnst mörgu skemmtilegu fólki í kringum þetta, meðal annars veitingamönnum og bökurum.

Í viðtalinu, sem sjá má hluta úr í spilaranum hér að ofan, upplýsir Bjarni hvað valdi því að hann hafi keypt fyrirtæki sem hann vissi ekkert um. 

Viðtalið við Bjarna má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK